Vetrarstarf Ferðafélags Íslands er komið af stað og fyrstu ferðir ársins hafa þegar farið fram með góðri þátttöku.
Fyrstu ferðir ársins voru Prjónagangan og Borgargangan, þar sem 94 manns tóku þátt í Borgargöngunni með Pétri Ármanni Ármannssyni.
FÍ Tifað á tinda, FÍ Þjóðleiðir, FÍ Alla leið, FÍ Fótfrár og FÍ þrautseigur hófu göngu sína síðustu helgi, með góðri þátttöku. Fleiri gönguhópar fara af stað á næstunni.
Skráning í ferðir og gönguhópa Ferðafélags Íslands hefur gengið vel og áhugi verið mikill. Fleiri spennandi ferðir eru fram undan og full ástæða til að fylgjast vel með. Við þökkum fyrir frábærar viðtökur. Sjáumst á fjöllum, sjáumst úti að ganga ...








