Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýja bók, þýðingu á hluta árbókar 2021 um Laugaveginn, yfir á ensku. Bókin er með ítarlega leiðarlýsingu, skýrum kortum og fjölmörgum gagnlegum upplýsingum um Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Hún er á ensku og hentar vel fyrir þá sem vilja kynna erlendum vinum, gestum eða ferðafélögum þessa þekktu gönguleið á Íslandi. Höfundur er Ólafur Örn Haraldsson og myndir eftir Daníel Bergmann