Í haust býður Ferðafélag Íslands upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á útivist. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að tileinka sér nýja færni, efla kunnáttu sína og dýpka skilning á ferða og fjallamennsku. Leiðbeinendur eru reyndir og miðla víðtækri þekkingu sinni og reynglu (reynslu) til að tryggja að þátttakendur fái sem mest úr náminu.
Gps - Grunnnámskeið
- Staður og tími: 10. september kl 18-22. Í risi FÍ, Mörkinni 6 (Einnig haldið 17. september kl 18-22. ´´I risi FÍ, Mörkinni 6)
- Hvað: Farið verður yfir helstu virkni GPS-tækja, meðhöndlun ferla, punkta og leiða. Tilvalið fyrir þá sem nota GPS við göngur, akstur eða snjósleðaferðir. Námskeiðið fer að mestu fram innandyra í formi fyrirlestra og verkefna. Þátttakendur þurfa að hafa GPS-tæki með sér.
- Leiðbeinandi: Fulltrúi frá Landsbjörgu
- Verð: Félagsverð: 16.000kr, almennt verð: 26.000kr
Skoða námskeið
Veðurfræði
- Staður og tími: 15. október kl 19:15 - 22:15. Í risi FÍ, Mörkinni 6
- Hvað: Þátttakendur læra að lesa og túlka veðurspár og viðvaranir, þekkja hugtök í veðurfræði en einnig afla og túlka veðurgögn. Farið verður í samspil landslags og nærveðurfars og einnig lögð sérstök áhersla á að meta veður til fjalla.
- Leiðbeinandi: Elín Björk Jónasdóttir
- Verð: Félagsverð: 9.000kr, almennt verð: 19.000kr
Skoða námskeið
Vettvangshjálp í óbyggðum (Wilderness First Responder - WFR)
- Staður og tími: 12. - 15. mars og 19. - 22. mars 2026. kl 08-18 alla daga, alls 8 daga.
- Hvað: Á þessu námskeiði verður kennd hagnýt skyndihjálp sem gagnast í afskekktum aðstæðum, þar sem ekki er hægt að leita tafarlaust til læknis. Þátttakendur læra að meta ástand, greina einkenni og veita fyrstu meðferð við slysum og veikindum. Kennslan byggir á fyrirlestrum og verkefnum, en einnig verklegri þjálfun utandyra. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá réttindi til að beita sex vinnureglum sem Landlæknisembættið hefur samþykkt. Einnig eru nemendur viðurkenndir sem vettvangshjálparliðar (First Responders). Þessi réttindi gilda í 3 ár.
- Leiðbeinandi: Fulltrúi á vegum Landsbjargar
- Verð: Félagsverð: 200.000kr, almennt verð: 250.000kr
Skoða námskeið