Nú þegar haustið færist yfir er hafist handa við að loka skálum FÍ á Laugaveginum og öðrum skálasvæðum félagsins. Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Hvanngili og Baldvinsskála er lokað frá og með 17. september.
Skálavarsla verður í Landmannalaugum fram eftir hausti eða eftir því sem aðstæður leyfa. Í framhaldi á lokun skála á Laugaveginum er vatn tekið af öðrum skálum félagsins og hugað að vetrarlokun.
Rútur eru hættar að ganga í Landmannalaugar og frá Þórsmörk, fyrstu haustlægðirnar hafa gert vart við sig og á dögunum snjóaði í Hrafntinnuskeri og nágrenni.
Enn er hægt að kaupa ferðir frá Southcoast adventure. Ferðafélag Íslands hvetur ferðafólk til að sýna aðgát við ferðalög á hálendinu, undirbúa sig vel, skoða veðurspár og haga ferðum eftir aðstæðum.