Skálaverðir farnir úr Landmannalaugum – skálinn lokaður fyrir veturinn

Skálaverðir Ferðafélags Íslands eru nú farnir úr Landmannalaugum og hefur verið lokað skálanum fyrir veturinn.

 

Að baki er gott ferðasumar, þar sem margir gestir lögðu leið sína í Landmannalaugar. Skálaverðir mæta aftur í lok janúar og eru síðan meira og minna við störf fram yfir páska, við móttöku ferðamanna og viðhaldsvinnu og undirbúning fyrir næsta sumar.

 

Skálum FÍ hefur nú öllum verið lokað fyrir veturinn og búið að taka vatn af á öllum skálasvæðum. Ferðafélag Íslands hvetur alla til að fara varlega í ferðum sínum að vetri og huga vel að undirbúningi, fylgjast með færð og veðri og haga ferðum sínum í samræmi við aðstæður.