Sumarleyfisferðir FÍ í fullum gangi

Það er fátt betra en góð gönguferð um okkar fallega land og kynnast fjölbreytilegu landslagi, litríkum fjöllum, hraunum, sögu og þeirri ró sem aðeins fjallgöngur bjóða upp á. Góð leiðsögn og góður félagsskapur gera slíka ferð að ómetanlegri upplifun.

Allt þetta hafa sumarleyfisferðir Ferðafélags Íslands upp á að bjóða og um þessar mundir eru ferðir í fullum gangi víða um landið. Fleiri og fleiri kjósa að verja hluta sumarsins í ferðalögum um fjöll og dali Íslands, og margir koma aftur ár eftir ár. Náttúran, kyrrðin og frelsið eiga það til að heilla alla sem prófa slíka ferð einu sinni.

Margar sumarleyfisferðir FÍ eru nú þegar fullbókaðar en enn má finna laus pláss í nokkrar ferðir á næstu vikum.

Skoða ferðir

 

Þessar fallegu myndir voru teknar í nýafstaðinni ferð um Laugaveginn með Palla og Rósu.

Myndir úr ferð Hinar einu sönnu Hornstrandir með Bergi og Soffíu: