Hér er stutt ferðasaga frá Leifi Þorsteinssyni um ferð sem hann fór um Rótarsand á milli Högnhöfða og Rauðafells og austur að Úthlíð í Biskupstungum. Félagar eru hvattir til senda inn ferðasögu frá eftirminnilegum ferðum með góðum myndum og við vistum þær hér á heimasíðunni, öðrum félögum og ferðafólki til fróðleiks og ánægju.
Um er að ræða ca. 20 manna hóp af rösku og duglegu fólki sem hefur ánægju af því að ganga á fjöll. Við beygjum til vinstri rétt fyrir austan Laugarvatn. Það er talsvert bratt þar upp en það hefst þó svo ég viðurkenni að það mátti ekki vera mikið brattara. Uppi á brúninni er klettaborg sem kölluð er Gullkisita. Á vinstri hönd ber mest á Klukkutindum, Skriðu og Skriðutindum. Tilkomumest er þó Hlöðufell sem er einn af stærstu móbergsstöpum Íslands, að mestu myndaður undir jökli á ísöld. Í fyrstu er það fljótandi hraun sem kemst í snertingu við ís sem tætist í sundur og til verður skriðurunnið fjall Við ökum út á Rótarsand sem er að mestu gróðulaus auðn. Þegar við komum út á sandinn beygjum við til hægri.
Fljótlega förum við úr bílnum og sjálf gangan hefst. Við tökum stefnuna á undirhlíðar Högnhöfða með litla hæð á hægri hönd sem heitir Strokkkur. Undirhlíðar Rauðafells kallast Brúaráskörð. Þar spítist kristaltært vatn upp úr jörðinni mörg hundruð ára gamalt.
Ármót Brúarár og Hvítár
Síðan sameinast allar þessar kvíslar og heita eftir það Brúará. Hún sameinast síðan Hvítá sunnan Skáholts. Eins og allir vita var Skálholt biskupssetur frá því um miðja elleftu öld þar til biskupssetrið var flutt til Reykjavíkur í kjölfar mikilla harðinda sem að þá gengu yfir Ísland í lok nítjándu aldar. Í flestum tilfellum voru það Íslendingar sem voru biskupar en í einstaka tilfellum voru útlendingar biskupar. Á fyrri hluta fimmtándu aldar sat staðinn danskur biskup. Sá hét Jón Gerreksson. Ekki var hann sérlega vel látinn af landsmönnum. Á Þorláksmessu að sumri 20 júlí 1433 voru það nokkrir bændur sem læddust að að biskupi þar sem hann söng messu bundu hann á höndum og fótum stungu honum í poka og hentu honum út í Brúará. Ekki sérlega skemmtilegur endir á embættisferlinum.
Lúpína
Á þessum punkti höfum við allt Suðlandsundirlendið fyrir fótum okkar. Mest ber þar á Tindfjöllum og Tindfjallafjökli, síðan er það Eyjafjallajökull og lengst í vestri er það drottningin sjálf Hekla. Allt blasir þarna við okkur en niðurgangan er í gegnum mjög þéttan og krækilóttan birkisóg sem er mjög erfitt er að komast í gegnum. Ég fór þarna niður í fyrsta skipti sem ég gekk þarna en það var líka nóg. Best er að ganga svolítð i austur , þannig kemst maður framhjá skóginum. Þegar niður á sléttlendið er komið er fylgt kindagötum. Þar er gróðurinn líka allt annar. Heilmikið ber þar á lúpínu, fjalldrapa, eyrarós og lambagrasaþúfum. Einnig sést þar
Eyrarrós
holtasóley sem er þjóðarblómið. Talsvert ber á maríustakk og víða er vallhumall
Valhumall
Vallhumall er mikil lækningajurt. Úr þeirri plöntu er unnið krem sem er græðandi fyrir brunasár. Móðir mín sauð af því blómin og gaf konum seyðið sem voru með blöðrubólgu. Allt virkaði þetta eins og til var ætlast. Síðan er bílaslóða fylgt austur að bænum Úthlíð. Þar endar okkar ganga. Við snæðum síðasta hluta af okkar nesti og stígum svo um borð í bílinn sem flutti okkur á upphafspunkt göngunnar.
Ég ráðlegg engum sem vilja ganga þessa leið að ætla minni tíma en 6-8 klst til göngunnar. Síðasti hluti göngunnar tók okkur nálægt 4 klst frá því skóginum lauk þar til við komum austur að Úthlíð.
Lambagras
Holtasóley
Fjalldrapi