FI skilti og merkingar

Vegvísir á Kjalvegi hinum forna
Vegvísir á Kjalvegi hinum forna

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því setja upp upplýsingaskilti og merkingar á vinsælum gönguleiðum. Fræðslu- og forvarnarstarf er mikillvægur hluti af starfi félagsins og eitt af kjörsviðum þess. Sett hafa verið upp skilti og merkingar á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna og einnig við vinsæl fjöll, til að mynda Esjuna, Vífilsfell, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Einnig hafa verið settir upp myndarlegir vegvísar / vegprestar á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi og Kjalvegi hinum forna.  Nú nýlega hafa verið sett upp skilti við Skarðsheiði og upplýsingaskilti við Esjuna endurnýjað sem og sett upp nýtt örnefnaskilti í miðjum hlíðum Esjunnar, sem og ný skilti við Eyjafallajökul, bæði við upphaf Grýtutindsleiðar og við Seljavelli. 

Á skiltunum eru upplýsingar um öryggisbúnað sem þarf til göngunnar á viðkomandi svæði, leiðarlýsingar, kort og myndir og meðal annars kort sem sýnir tímabil og aðstæður.  Árni Tryggvason, ferðafélagi,  hönnuður og björgunarsveitamaður hefur annast þessa vinnu fyrir hönd FÍ,  þeas hönnun og uppsetningu. Nú nýlega lét félagið setja upp tvær göngubrýr yfir litla læki á Laugaveginum, svokallaðar Da Vinci brýr, sem er tilraunaverkefni sem Árni lagði til og verður áhugavert að sjá hvernig þær koma út. 

Samhliða þessu hefur FÍ gert og birt öryggisreglur fyrir göngu- og útivistarfólk sem eru aðgengilegar hér á heimasíðunni, sem og unnið áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir og fjöll, sem gert var í samstarfi við VÍS og er áfram unnið að því að bæta við leiðum  og fjöllum.  

Áhættumat

Ferðafélag Íslands mun halda áfram að stika og merkja leiðir og ef sjálfboðaliðar eða enstaka fyrirtæki eru áhugasöm um að koma að svona vinnu, hvort heldur með vinnuframlagi eða stuðningi, vinsamlega hafið samband við skrifstofu FÍ, s. 568 2533 eða senda póst á fi@fi.is

Hér neðar eru myndir af nokkrum skiltum og merkingum sem FÍ hefur sett upp að undanförnu.