Við reynum eftir fremsta megni að aðstoða við endurheimt óskilamuna. Þó er rétt að taka fram að ekki er hægt að endurheimta alla hluti.
Ef þú telur að þú hafir gleymt einhverju í skálanum þar sem þú dvaldir, vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi skála eins fljótt og auðið er. Ef hluturinn finnst, verður hann merktur þér með nafni og sendur á skrifstofuna okkar í Reykjavík. Hægt er að sækja hlutinn þangað eða fá hann sendan með pósti – athugið að sendingarkostnaður er á ábyrgð eiganda. Ferðafélag Íslands getur ekki skipulagt eða ábyrgst flutning óskilamuna milli skála. Óskilamuni er aðeins hægt að flytja frá þeim skála sem þeir finnast í og á skrifstofu FÍ.
Ferðfélag Íslands áskilur sér rétt til að farga munum sem eru í ónothæfu ástandi.
Til að auðvelda yfirsýn eru hlutir flokkaðir hér að neðan í verðmæti og aðra óskilamuni, ásamt upplýsingum um meðhöndlun og geymslutíma:
Verðmæti
Þessir munir verða geymdir á skrifstofunni í Reykjavík í allt að 6 mánuði. Eftir þann tíma verður óendurheimtum munum annaðhvort fargað eða fundið nýtt heimili.
|
Flokkur |
|
Meðhöndlun |
|
Skartgripir, gleraugu, sólgleraugu og sambærilegir hlutir |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Snjallsímar, fartölvur, myndavélar, spjaldtölvur, hleðslubankar |
|
Sent á skrifstofu FÍ; hleðslutæki fylgja ef þau virka, annars er þaim fargað |
|
Persónuskilríki, greiðslukort, veski og sambærilegir hlutir |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Stoðtæki og önnur persónuleg hjálpartæki |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
Aðrir óskilamunir
Þessir munir verða geymdir á skrifstofunni í Reykjavík í allt að 1 mánuð. Eftir þann tíma verða óendurheimtir munir gefnir til góðgerðarmála.
|
Flokkur |
|
Meðhöndlun |
|
Gönguskór og strigaskór |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Buxur, regnbuxur, stuttbuxur |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Millilög (t.d. flíspeysur, ullarpeysur) |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Yfirhafnir (t.d. jakkar, úlpur) |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Húfur og vettlingar |
|
Sent á skrifstofu FÍ |
|
Nærföt, sokkar, sundföt, handklæði, stuttermabolir og leggings |
|
Fargað í skálanum af hreinlætisástæðum |
|
Sundskór, vaðskór og inniskór |
|
Fargað í skálanum |
|
Hreinlætisvörur og lyf |
|
Fargað í skálanum af öryggisástæðum |
|
Útilegubúnaður (t.d. tjöld, göngustafir, eldunarbúnaður) |
|
Sent á skrifstofu FÍ ef nothæft |