Ferð: Pöddulíf í Elliðaárdal

Suðvesturland
Pöddulíf í Elliðaárdal
Með fróðleik í fararnesti 
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Viltu sjá pöddur í návígi? Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, skordýrafræðingur frá Háskóla Íslands, fræðir okkur um heim skordýranna. Takið með ílát og stækkunargler ef þið eigið.  

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.  

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!  

Brottför/Mæting
Kl. 18 frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár.