- Lýsing
Ferðafélag barnanna heldur á slóðir víkinga á ströndum þar sem ævintýrin leynast víða. Þessi magnaði staður hefur uppá margt að bjóða en stefnan er sett á gönguferðir, sjósund, leiki, að skoða gamla síldarverksmiðju, halda fjöruleika, kveikja eld, fara í sund í hinni ævintýralegu Krossneslaug og margt fleira. Kvöldin eru svo nýtt í spil, sögustundir og kvöldvökur þar sem þátttakendur geta látið ljós sitt skína.
- Brottför/Mæting
- Kl. 15 á einkabílum (jeppum) að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting, 1x sund og farastjórn.
Ferðalýsing
1.d., fimmtud. Komið að Valgeirsstöðum um Kl. 15. Allir koma sér fyrir og heilsa nýjum ferðafélögum. Sundferð í Krossneslaug.
2.d. Gengið að Drynjanda sem er ótvírætt í flokki fegurstu fossa landsins. Keyrt er að göngubrúnni yfir Hvalá og gengið þaðan meðfram ánni og að fossinum þar sem við borðum nesti áður en haldið er til baka í bílana. Gangan er í kringum 6 km. og tekur um 4 klst.
3.d. Bíltúr í Ingólfsfjörð þar sem við skoðum gamla síldarverksmiðju. Fjöruleikar verða haldnir í fjörunni þar sem keppt verður í ýmsum þrautum. Grillveisla og kvöldvaka.
4.d. Eftir frágang og brottför verður ekið að Reykjaneshyrnu og gengið þar upp. Tilvalið að stoppa svo í sundi á leiðinni heim.