Fararstjóri

Hrönn Vilhjálmsdóttir

Hrönn Vilhjálmsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 6975801

Hrönn er fædd og uppalin í Reykjavík. Fyrstu skref Hrannar í fjallamennsku voru eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn og fór í ferðir með Ferðafélagi barnanna á vegum Ferðafélags Íslands. Þá var ekki aftur snúið og hefur fjölskyldan ekki hætt að ferðast á fjöll síðan og eru ferðalög innanlands orðið helsta áhugamálið. Það jafnast fátt á við að leita uppi ævintýri á göngu í náttúrunni. Hrönn hefur mikla ástríðu fyrir því að kynna börnum fyrir útiveru, náttúru og gönguferðum og trúir því að öll börn eigi erindi í útivist í góðum félagsskap og á forsendum barnanna.

Hrönn er menntaður lögfræðingur ásamt því að vera með gráðu í verkfræði.

Ómissandi í bakpokann

Súkkulaðirúsínur og ullarbuff

Uppáhaldsleiksvæði

Fjallabak syðra og Heiðmörk