Ferð: Mosfell í Mosfellsdal

Mosfell í Mosfellsdal

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Lýsing

Önnur gangan af sex í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar.
Mosfell er áberandi og fallegt fjall sem rís yfir Mosfellsdalinn og er eitt af kennileitum svæðisins. Gangan á Mosfell er fjölskylduvæn og hentar bæði börnum og fullorðnum. Leiðin upp er tiltölulega stutt, en býður upp á fjölbreytt landslag, fallega náttúru og víðáttumikið útsýni yfir dalinn, Esjuna og höfuðborgarsvæðið.
Á toppnum er víðáttumikil sýn og tilvalið að taka nesti og njóta útsýnisins áður en haldið er niður aftur.
Gangan er um 4 km og hækkunin um 200 m.
Muna eftir nesti og góðum skóm. 2-3 klst.

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför/Mæting
kl. 17:00 við bílastæðið rétt ofan við Kaldársel
Fararstjórn

Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson.

Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna.