- Lýsing
Fjögurra daga fjölskylduferð í Hlöðuvík þar sem þátttakendur fara í gönguferðir um stórbrotna náttúru Hlöðuvíkur. Skálakambur, Kjaransvíkurskarð, Atlaskarð, Hlöðuvíkurós og Ólafsdalur eru áfangastaðir sem henta fólki á öllum aldri. Göngum, förum í leiki á ströndinni, njótum útiveru og komum jafnvel auga á refi og seli í sínu náttúrulega umhverfi. Ef veður leyfir förum við kannski í sjósund. Á kvöldin verður áhersla lögð á kvöldvökur, leiki og samveru.
- Brottför/Mæting
- Kl.12:30 á bryggjunni í Norðurfirði. Brottför: kl. 13.
- Fararstjórn
Lilja Dögg Guðmundsdóttir og Steinunn Leifsdóttir.
- Innifalið
- Sigling, gisting og farastjórn.
Ferðalýsing
1.d., laugard. Mæting á bryggjuna í Norðurfirði Kl. 12:30. Siglum til Hlöðuvíkur. Komum okkur fyrir, borðum og skoðum nánasta umhverfi. Förum í skoðunarleiðangur að Hlöðuvíkurós, 2-3 km. Sjósund fyrir þá sem vilja og leikur í sandfjörunni. Kvöldverður, spil og samvera fram að háttatíma.
2.d. Upphitun og teygjur kl. 10, áður en haldið er á Skálakamb (350 m), veðurskilyrði munu leiða í ljós hvort gengið verður að Atlaskarði (327 m) eða niður í Hælavík. Göngutími: 5-7 tímar. Útileikir og refaskoðun. Kvöldmatur, spil og samvera.
3.d. Upphitun og teygjur kl. 10. Göngum að Grásteini í Kjaransvík og þaðan upp í Kjarnasvíkurskarð. Göngutími: 6-7 klst. Stoppum í sandfjörunni í bakaleið, buslum í sjónum og leikum okkur á ströndinni. Kvöldmatur, útileikir ef veður leyfir.
4.d. Upphitun og teygjur Kl.10. Gengið inn í Ólafsdal og draugurinn Indriði heimsóttur. Göngutími: 3-4 klst. Kvöldvökuundirbúningur og frjáls leikur. Kvöldmatur, kvöldvaka og varðeldur.
5.d. Heimferð - Bátsferð frá Hlöðuvík Kl.12.