Árbækur

Árbók 1994 - Ystu strandir norðan Djúps

Árbók FÍ 1994 fjallar um miklar eyðibyggðir í Snæfjalla-, Grunnavíkur- og Sléttuhreppum hinum fornu, auk hluta Árneshrepps.

Leitast er við að veita yfirlit í myndum og máli yfir einkenni landslags og birta ágrip af sögu mannlífs.

Vörunúmer 251994
Verðmeð VSK
Verð
3.500 kr.
Árbók FÍ 1994
Árbók FÍ 1994

Árbók 1994 Ystu strandir norðan Djúps

Eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur

Árbók FÍ 1994 fjallar um miklar eyðibyggðir í Snæfjalla-, Grunnavíkur- og Sléttuhreppum hinum fornu, auk hluta Árneshrepps. Leitast er við að veita yfirlit í myndum og máli yfir einkenni landslags og birta ágrip af sögu mannlífs. Guðrún Ása Grímsdóttir, sagnfræðingur, varði tómstundum nokkurra ára til að undirbúa þessa bók. Á ritunartíma árbókarinnar voru allar sveitir norðan Djúps í eyði nema Snæfjallaströnd innanverð. Í bókinni er einnig vísað á hvar leita má frekari fróðleiks.

Í bókinni eru alls 226 ljósmyndir og meirihluta þeirra eða yfir 100 tók Björn Þorsteinsson í sérstökum leiðöngrum í samvinnu við höfund. Einnig fór Grétar Eiríksson í ljósmyndaleiðangra.

Kaflar í bókinni

  • Snæfjallaströnd: Um Innströnd og Úströnd, að Snæfjöllum, undir Bjarnarnúp og á Heiðinni. Sérkafli um Kaldalón og Drangajökul
  • Grunnavík: Um Stað í Grunnavík, byggðina í Víkinni, Staðardal
  • Jökulfirðir: Staðarhlíð, Sveitin, um Tindaskörð, um firðina Leirufjörð, Hrafnfjörð, Lónafjörð, Veiðileysufjörð, Hesteyrarfjörð, einnig um Skorarheiði, Kvíar og Hesteyrarþorp
  • Slétta: um bæ, nes og Grænuhlíð
  • Aðalvík: Byggðarlögin Skáladalur, Vestur-Aðalvík, Staður í Aðalvík, Þverdalur, Miðvíknabás, Látrabás
  • Frá Straumnesi á Almenninga vestri: Um byggðirnar í Rekavík bak Látur og í Fljóti, fjalllendið á Straumnesi, á Skorum, á Almenningum vestri
  • Í Víkum: Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík
  • Á Hornströndum (í kringum Horn): Rekavík bak Höfn, Hornvík og Hornbjarg
  • Um Austurstrandir: Fyrst fjallað um Almenninga eystri en síðan um byggðirnar í Látravík, Hrollaugsvík, á Bjarnarnesi, í Smiðjuvík, Barðsvík, Bolungarvík, í Furufirði, í Þaralátursfirði, í Reykjarfirði [nyrðri]
  • Á Ströndum sunnan Geirólfsgnúps: Skjaldabjarnarvík, Bjarnarfjörður nyrðri, Drangar og Drangavík með Drangaskörðum, Eyvindarfjörður, Ófeigsfjörður, Seljanes og loks við Ingólfsfjörð vestanvert