Í fótspor Konrads Maurers um Borgarfjörð
- Description
Komdu með í eftirminnilega dagsferð þar sem verður fetað í fótspor Konrads Maurers, þýska fræðimannsins sem ferðaðist um Ísland á 19. öld.
Farið verður með rútu frá Reykjavík um Borgarfjörð, Hvalfjörð og Kjalarnes.
Fyrst verður haldið í Reykholt þar sem sr. Geir Waage tekur á móti hópnum. Léttur hádegisverður verður snæddur á Fosshótel Reykholti.
Því næst verður ekið að kirkjunni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Kristján Valur Ingólfsson , fyrrverandi vígslubiskup tekur á móti hópnum í kirkjunni.
Eftir það verður stutt stopp við kaffihúsið Hvíta fálkann í Hvalfirði, þar sem boðið verður upp á eftirmiðdagskaffi.Að lokum verður ekið að Saurbæ á Kjalarnesi, þar sem Dr. Gunnar Kristjánsson tekur á móti ferðalöngum áður en haldið er heim á leið.
- Departure/Attendance
- Kl. 10 með rútu frá RVK
- Tour Guides
Sigurjón Pétursson og Jóhann J. Ólafsson.
- Included
- Rúta, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi, ferðabæklingu og fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Information
Konrad Maurer Íslandsferð 1858