Tour: Í fótspor Konrads Maurers um Borgarfjörð

Are you a member of FÍ Yes No
Vesturland

Í fótspor Konrads Maurers um Borgarfjörð

Description

Komdu með í eftirminnilega dagsferð þar sem verður fetað í fótspor Konrads Maurers, þýska fræðimannsins sem ferðaðist um Ísland á 19. öld.
Farið verður með rútu frá Reykjavík um Borgarfjörð, Hvalfjörð og Kjalarnes.

Fyrst verður haldið í Reykholt þar sem sr. Geir Waage tekur á móti hópnum. Léttur hádegisverður verður snæddur á Fosshótel Reykholti.
Því næst verður ekið að kirkjunni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Kristján Valur Ingólfsson , fyrrverandi vígslubiskup tekur á móti hópnum í kirkjunni.
Eftir það verður stutt stopp við kaffihúsið Hvíta fálkann í Hvalfirði, þar sem boðið verður upp á eftirmiðdagskaffi.

Að lokum verður ekið að Saurbæ á Kjalarnesi, þar sem Dr. Gunnar Kristjánsson tekur á móti ferðalöngum áður en haldið er heim á leið.

Departure/Attendance
Kl. 10 með rútu frá RVK
Tour Guides

Sigurjón Pétursson og Jóhann J. Ólafsson.

Included
Rúta, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi, ferðabæklingu og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Information

   

Konrad Maurer Íslandsferð 1858