- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Fararstjóri
Signý er menntaður vöruhönnuður, æðarbóndi og fjallaleiðsögukona sem sótt hefur í óbyggðirnar frá blautu barnsbeini. Það er fátt sem gefur henni meira en að pakka í bakpokan öllu sem til þarf fyrir nætur á fjöllum.
Á vormánuðum sinnir hún æðarvarpi í Seyðisfirði og hefur gert síðastliðin ár. Þar er útiveran og nálægðin við dýralífið og náttúruna sem heillar hvað mest. Utan þess tíma vinnur hún sjálfstætt sem hönnuður í ýmsum verkefnum og má segja að náttúra Íslands sé hennar stærsti innblástur. Leiðsögn hefur verið hluti af hennar verkefnum síðustu ár þar sem upplifun þátttakenda er lykillinn, að minna á sem flest skynfæri og nýta þau á ólíkan hátt meðan ferðast er um.
Signý kláraði Fjallamennskunám í Framhaldsskóla Austur - Skaftafellssýslu 2021 þar sem fróðleikurinn var alltumlykjandi. Þá verkfærakistu tekur hún með sér í vinnuna sem leiðsögukona. Signý hefur lokið AIMG jökla 1 og Fyrstu hjálp í óbyggðum ásamt ótal fleirum námskeiðum.
Um þessar mundir eru það Strandir.
Fyrir kaldar tjald nætur þá eru það ullarbuxurnar sem koma sterkar inn.
Ef færi gefst og Díamosi er nálægt, þá er ekkert betra en að leggjast niður og drekka dropana sem liggja á mosanum.