Ferð: Fjöruferð í Reykjavík

Suðvesturland

Fjöruferð í Reykjavík

Með fróðleik í fararnesti
Lýsing

Við skoðum ýmsar lífverur fjörunnar, grúskum og leitum að kröbbum og öðrum smádýrum, greinum þörunga og fleira í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu, þar sem er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við HÍ og landsfrægur fjörulalli mun leiða gönguna ásamt líffræðinemum við HÍ. Gott er að mæta vel klædd, í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna hinum ýmsu lífverum. Ekki verra að mæta með stækkunargler. Ekki gleyma nesti. 2 klst.

Hluti af „Með fróðleik í  fararnesti,“ verkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem hlaut vísindaverðlaun Rannís 2023

Brottför/Mæting
Kl. 12 við bílastæði við Gróttu, yst á Seltjarnarnesi.

Með fróðleik í fararnesti

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis!

Nánari upplýsingar síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ og HÍ.