Fararstjóri

Ævar Aðalsteinsson

Ævar Aðalsteinsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 696 5531

Ævar er fæddur í áliðnum maí mánuði árið 1961 og er því tvíburi. Hann tók sveinspróf í múrsmíði sem hann vann við í mörg ár en hóf fyrir nokkrum árum nám í HÍ þar sem hann lagði stund á Frístundafræði. Þar voru viðfangsefnin gjarnan útinám og útivist. 

Ævar hefur frá unga aldri verið virkur útivistarmaður. Skátar, Hjálparsveit, Ferðafélag Íslands og ýmis útivistarnámskeið hafa verið vettvangur hans og er hann útskrifaður gönguleiðsögumaður. Síðustu ár hefur hann verið fararstjóri og umsjónarmaður gönguverkefnisins „Eitt eða tvö fjöll á mánuði” hjá FÍ ásamt því að leiða ýmsa hópa á fjöll og jökla á Íslandi. 

Hann hefur gengið talsvert í evrópsku Ölpunum, bæði göngu- og klifurleiðir á undanförnum árum. Ævar starfar nú sem verkefnastjóri útináms í Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ ásamt ýmsum öðrum útivistarverkefnum. 

Ómissandi í bakpokann

Dúnúlpan og munnharpan.

Uppáhalds leiksvæði

Mosfellsku alparnir.