Starfsmaður

Arnar Haukur Rúnarsson

Arnar Haukur Rúnarsson

Þjónustufulltrúi

Starfsheiti

Arnar er fæddur á Íslandi en alinn upp í Danmörku. Flatlendið í æsku hefur trúlega dregið hann á fjöll við heimkomu því þar hefur hann bæði starfað og leikið sér síðustu ár.

Arnar hefur starfað ýmist sem leiðsögumaður um Laugaveginn, skálavörður í Langadal eða sölumaður í útivistarverslun frá árinu 2016. Sumarið 2023 hóf hann svo störf á skrifstofu Ferðafélags Íslands. Þar að auki er hann virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 

Helstu áhugamál Arnars eru útivist, hreyfing og ljósmyndun.

Ómissandi í bakpokann:

Höfuðljós og Snickers

Uppáhalds leiksvæði:

Þórsmörk