Fararstjóri
Bergur er alinn upp í hlíðunum í Reykjavík og í ferðalögum út um hvippinn og hvappinn frá unga aldri. Mest skíði, göngur og tjald. Seinna tóku við hálendisferðir, fjallaskíði, gönguskíði, jeppastúss og vélsleðaferðir.
Núna er áhuginn mestur á fjallamennsku, jöklum, leiðsögn og sögutengdri ferðamennsku. Þá kannski helst Vatnajökli, hálendinu og Hornströndum.
Bergur er inngenginn meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík (FBSR) og er með nýleg próf í og hefur gengist regluega undir þjálfun í fyrstu hjálp 1 & 2, Wilderness first responder WFR, Leitartækni, flugslysaæfingar, Fjallabjörgun, Fjallamennsku, sprungubjörgun, rötun, straumvatnsbjörgun, snjóflóðanámskeið, og vetrafjallamennsku.
Bergur er útskrifaður úr Fjallamennsku og leiðsöguskóla FAS og er með próf í fjallaleiðsögn, línuvinnu og klifri, krefjandi verkefni með hópa á skrið og hveljökli, sprungubjörgun, fjallaskíðamennsku með hópa - þmt á jöklum og skíðakennslu, Ísklifri, mat á snjóflóðahættu og leiðaval við ferðamennsku í snæviþöktu landslagi og veðurfræði. AIMG og WFR próf.
Bergur ferðast mikið á gönguskíðum, þmt. á jöklum og hefur þverað Vatnajökul tvivsvar.
Bergur er menntaður kerfisfræððingur. Hann hefur starfað lengi hjá Reiknistofu Bankanna, sem ábyrgðarmaður reksturs innlána og greiðslna.
Bergur mælir á hverju ári sporð fjögurra jökla, fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands, í október og hefur þverað Ísland á hjóli.
Kort og áttaviti
Hornstrandir og Vatnajökull