Fararstjóri

Björn Z. Ásgrímsson

Björn Z. Ásgrímsson

Fararstjóri

Starfsheiti

Björn Z. er fæddur og uppalinn á Siglufirði og hefur frá unga aldri verið heillaður af fjalla- og gönguferðum. Hann þekkir vel gönguleiðir á utanverðum Tröllaskaga og hefur stundað þar leiðsögn um árabil bæði fyrir FÍ og aðra skipulagða hópa. Hann hefur gengið fjölda leiða á svæðinu, bæði „þversum og langsum“ í gönguferðum, sem smali og víða farið um á fjalla- eða gönguskíðum. Á vetrum er Björn iðinn á gönguskíðum og hefur tekið þátt í Fossavatnsgöngunni, Birken í Noregi og Vasagöngunni. Hann er einn af skipuleggjendum árlegs skíðagöngumóts í Fljótum. Björn hefur gengið fjölda leiða um allt land og erlendis hin síðari ár en að eigin sögn er kjörlendi hans ávallt milli fjalls og fjöru. 

Björn lauk leiðsögumannaprófi frá MK vorið 2018. Hann er höfundur göngubókarinnar Fjallabyggð og Fljót, 25 gönguleiðir um fjallstinda og fjallaskörð. 

Björn býr í Reykjavík í hæfilegu göngufæri frá Úlfarsfelli og því ágætar líkur á að rekast á hann þar. Þegar hann er ekki í göngu- eða skíðaferðum starfar hann við áhættugreiningu hjá Seðlabankanum.

Ómissandi í bakpokann: 

Súkkulaði og harðfiskur.

Uppáhalds leiksvæði: 

Hvanndalir.