Fararstjóri

Guðmundur Rúnar Svansson

Guðmundur Rúnar Svansson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 615 0606

 

Guðmundur ólst upp við útiveru og fjallaloft á snæfellsku sveitaheimili og gengur minnst einu sinni á ári á bæjarfjallið Skyrtunnu. Hann reynir og að synda Fossvogs- eða Viðeyjarsund á hverju sumri. Hann byrjaði að ganga fyrir FÍ haustið 2020, einkum í FÍ Alla leið og FÍ Meistaradeildin. 

Guðmundur útskrifaðist úr Háskóla Íslands með BA gráðu í hagfræði og sagnfræði. Eftir stutt stopp í blaðamennsku stofnaði hann fríblað/götublað ætlað ungu fólki og gaf út fram að hruni og eftir það tóku við ýmis konar verkefni tengd blaðaútgáfu. Þar á meðal var hann auglýsingastjóri hjá The Reykjavík Grapevine og útgáfustjóri hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.

Guðmundur starfar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, einkum með fjalla- og straumvatnsflokki. Hann hefur lokið námskeiðunum í Fyrsta hjálp 1 & 2, snjóflóð 1&2, fjallabjörgun, fjallamennska 1 & 2, straumvatnsbjörgun, leitartækni, og vettvangshjálp í óbyggðum (WFR). 
Guðmundur er með landvarðarréttindi og var á tímabili landvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Hann stundar í augnablikinu MPA nám í opinberri stjórnsýslu, með umhverfisstjórnun sem kjörsvið.

Ómissandi í bakpokann

Ostur, snickers og harðfiskur

Leiksvæði

Snæfellsnes og Hornstrandir