Fararstjóri

Gísli Már Gíslason

Gísli Már Gíslason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 861 5422

Gísli ólst upp vestur á Hvallátrum og var síðan í sveit þar og hefur því sterkar taugar til útivistar. Hann var í fyrsta skipti fararstjóri hjá FÍ 1977 og hefur verið fastur fararstjóri frá 2000. Meðal ferða eru leiðangrar í Þjórsárver og á Látrarbjarg auk ýmissa ferða í samstarfi HÍ og FÍ undir nafninu Með fróðleik í farteskinu.

Gísli er með B.S. próf í líffræði frá HÍ og doktorspróf í vatnalíffræði frá í Newcastleháskóla. Hann hefur verið háskólakennari og prófessor við HÍ síðan 1977 og stundað rannsóknir á náttúru Íslands. Auk þess hefur hann kennt í leiðsögumannanámskeiðum við Endurmenntunarstofnun HÍ og einnig í Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi. Hann situr í stjórn Ferðafélags Íslands og hefur setið þar í mörg ár.

Gísli les mikið, mest á rannsóknarsviðinu og um náttúru Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á ferðalögum.

Ómissandi í bakpokann

Gísli setur ekki meira í bakpokann en þarf. Hlífðarfatnaður og sjúkravörur, aðallega plástra og annað skinn.

Uppáhalds leiksvæði

Vestfirskir fjallvegir eru í uppáhaldi.