Starfsmaður

Guðrún Gunnsteinsdóttir

Guðrún Gunnsteinsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti

Guðrún er fædd og uppalin í Norðurfirði á Ströndum og ólst þvi upp í miklum tengslum við fallega náttúru. Hún hefur alltaf haft áhuga útivist en segja má að göngubakterían hafi byrjað fyrir alvöru þegar hún tók þátt í 52 fjöllum árið 2012.

Lofthræðsla plagaði Guðrúnu fyrstu árin á fjöllum en eftir Kirkjufellið telur hún sig útskrifaða og lausa við óttann. 

Helstu áhugamál Guðrúnar eru útivist, hjólreiðar, sjóböð og söngur en hún syngur í kór Átthagafélags Strandamanna. Hún situr að auki í stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík. Dags daglega sinnir hún svo starfi sínu sem þjónustustjóri hjá Motus.

Guðrún hefur tekið þátt í Fyrsta og Næsta skrefinu frá upphafi.

Ómissandi í bakpokann

Dökkt súkkulaði

Uppáhalds leiksvæðið

Strandafjöllin