Starfsmaður

Halldór Hafdal Halldórsson

Halldór Hafdal Halldórsson

Þjónustustjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 866 9997

Halldór ólst upp á Seltjarnarnesi og hafði útsýni yfir Faxaflóann og Esjuna. Þar var grunnurinn lagður að framtíðinni, sjómennsku, útivist og fjallabrölti.

Halldór er vélstjóra- og skipstjórnarlærður og var lengst af starfandi sjómaður á vertíðarbátum og loðnuskipum en endaði á trillubátum sem sameinaði allar hans þarfir, það er útiveru, ævintýri og baráttuna við náttúruöflin.

Af sjónum lá leiðin í Fjölsmiðjuna í Kópavogi þar sem Halldór hefur fengist við þjálfun unglinga. Á sama tíma, eða árið 2005 hóf hann einnig störf fyrir Ferðafélag Íslands við hin ýmsu verkefni svo sem skálavörslu, trússkeyrslu, leiðsögn og eldamennsku eða bara allt til fellur hjá svona stóru félagi eins og FÍ og uppfyllir ævintýraþrá Halldórs, eða Dóra eins og hann er jafnan kallaður. 

Halldór hefur tekið hin ýmsu námskeið og er til dæmis með meirapróf og vinnuvélaréttindi, menntaður forvarnarfulltrúi og áfengisráðgjafi og landvörður.

Halldór er þjónustustjóri, starfandi vitavörður Ferðfélagsins á Hornbjargsvita og sinnir viðhaldi og umsjón skála FÍ, enda öllum hnútum kunnugur eftir 12 ár á fjöllum.

Ómissandi í bakpokann

Kaffibrúsinn.

Uppáhalds leiksvæði

Hornstrandir, Kjölur og Fjallabak syðra.