Starfsmaður

Heiðrún Meldal

Heiðrún Meldal

Ferðafulltrúi

Starfsheiti
568 2533

Heiðrún, sem alltaf er kölluð Heiða, smitaðist af fjalla- og ferðabakteríunni þegar hún var ráðin sem skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands í Langadal í Þórsmörk árið 2004. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hún starfað sem skálavörður í flestum skálum FÍ. Meðal annars var Heiða þrjú sumur í Emstrum og heldur mikið upp á það svæði en hún hefur líka verið skálavörður í Álftavatni, Hrafntinnuskeri, Nýjadal sem og í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur í Kverkfjöllum.

Heiða á sterkar rætur í Fljótunum. Hún ólst upp á Molastöðum og byggir nú bústað með fjölskyldu sinni í landi Hóla í Fljótunum. Heiðu finnst skemmtilegast að njóta samveru með fjölskyldu og vinum og þá gjarnan í tengslum við útivist af einhverju tagi. Hundurinn Bronco sér til þess að Heiða er á stöðugri hreyfingu dags daglega og fylgir henni eftir um fjöll og firnindi.

Heiða er lærður sjúkraliði, útskrifaðist árið 2007 sem gönguleiðsögumaður frá Leiðsögumannaskólanum og hefur unnið á skrifstofu FÍ frá árinu 2013.

Ómissandi í bakpokann

Lifrapylsa og hælaplástur.

Uppáhalds leiksvæði

Fjallabak.