Fararstjóri

Hjalti Björnsson

Hjalti Björnsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 824 7620

Hjalti er fagmenntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum á enska, norska og íslenska tungu og útskrifast árið 2006 sem gönguleiðsögumaður og árið 2007 sem almennur leiðsögumaður. Hann hefur unnið sem leiðsögumaður við lax- og hreindýraveiðar frá 1983 og er með réttindi sem leiðsögumaður við hreindýraveiðar frá 2012.

Hjalti var tekinn inn í Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík 2010 og starfar þar m.a. á sjúkrasviði. Hann hefur tekið fjöldamörg námskeið í útivist og fjallamennsku: Ferðamennski og rötun, félagabjörgun í klifri, grunnn- og framhaldsnámskeið í fjallabjörgun, fjallamennska 1 og 2, fyrstu hjálp 1 og 2, ísklifur 1, klettaklifur 1, kúrs í rötun og kortalestri, leitartækni, næturrötun, rötun með áttavita og GPS, námskeið í meðferð slöngubáta, snjóflóðanámskeið 2, snjóflóð og snjóflóðamat, snjóhús og skýli, sprungubjörgun, námskeið um aðkomu að flugslysi, stjórnun björgunartækja, veðurfræði og jökla, Wilderness first responder WFR, 2007, 2010, 2014, 2017, 2020, 2023. Þverun straumvatna og öryggisnámskeið Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Ómissandi í bakpokann

Áttaviti og kort.

Uppáhalds leiksvæði

Lónsöræfi.