Fararstjóri

Höskuldur Björnsson

Höskuldur Björnsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 893 4870

Höskuldur er alinn upp í úthverfi Reykjavíkur sem heitir Hafnarfjörður og býr þar enn. Hann hafði sem krakki mikinn áhuga á landafræði og sögu og hefur enn. Sumarvinnan til 20 ára aldurs var í sveit, þannig að mikið af fyrstu fjallgöngunum var eltingaleikur við sauðfé. Þeirri listgrein hefur Höskuldur síðan haldið við með nokkrum ferðum á ári og á enn erfitt með að sjá tilganginn í gönguferðum án sauðfjár!

Höskuldur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og University of Washington í Seattle og starfar á Hafrannsóknastofnun. Hann er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Reynsla Höskuldar sem fararstjóri nær aftur til ársins 1989 og hefur heldur aukist á síðustu árum. Hann er með gilt WFR skyndihjálparskírteini.

Höskuldur hefur stundað alls kyns göngu-, hjóla- og skíðaferðir síðan 1975. Hjólaferðir og gönguskíðaferðir eru í hvað mestu uppáhaldi og markmiðið er að ná það góðri tækni á gönguskíðunum að hægt sé að henda fjallaskíðunum. Algengar athafnir heima við eru lestur og hjólreiðar.

Ómissandi í bakpokann

Yfirleitt er einhver bók með í bakpokanum sem virkar eins og góður neyðarbúnaður, það er að segja er sjaldan notuð. Höskuldur segist þó vera að reyna að venja sig af þessu, því bækur létti ekki bakpoka!

Uppáhalds leiksvæði

Heiðmörkin er í miklu uppáhaldi, bæði til hjólreiða og gönguskíðaiðkunar.