Fararstjóri

Ólöf Sigurðardóttir

Ólöf Sigurðardóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 893 7386

Ólöf hefur stundað ferðalög og útivist fá því í æsku, fyrst með fjölskyldunni og síðan með Ferðafélagi Íslands. Almennar gönguferðir og gönguskíðaferðir hafa helst verið á dagskrá, einnig einstaka gönguferðir í útlöndum.

Ólöf hefur verið einn af fararstjórum Ferðafélags Íslands í meira en 10 ár. Ólöf tók að sér fararstjórn eftir margar ferðir á Hornstrandir og er sjálfmenntuð á því sviði. Hún hefur sérstakan áhuga á sögu lands og þjóðar og finnst gaman að skoða ,,smávini fagra“.

Ólöf hefur sótt ýmis námskeið svo sem um áfallahjálp, skyndihjálp, vetrarferðamennsku og GPS-rötun. Hún hefur sérstakan áhuga á Íslendingasögum og hefur verið áskrifandi að þeim námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands síðastliðinn áratug.

Ólöf er sérkennari í Reykjavík og hefur aðallega verið fararstjóri á Hornströndum og í léttum Örgöngum í Reykjavík.

Ómissandi í bakpokann

Súkkulaði, eitthvað fatakyns úr ull og svo þarf söngbókin að vera með. 

Uppáhalds leiksvæði

Hornstrandir og Jökulfirðir.