Starfsmaður

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 699 7758

Páll Ásgeir Ásgeirsson ólst upp í afskekktri sveit á Vestfjörðum við kjarngott fæði enda er hann 2 metrar á hæð og tæp 100 kíló.

Hann fór ungur til fjalla en hefur lengst af starfað við fjölmiðlun af ýmsu tagi ásamt því að rita leiðsögubækur um Ísland.

Páll hefur fengist við fararstjórn fyrir Ferðafélag Íslands í ríflega áratug, aðallega á Fjallabaki og Hornströndum en stjórnaði einnig gönguverkefnum á borð við Eitt fjall á viku fyrir félagið um árabil.

Undanfarin ár hefur Páll starfað við leiðsögn og akstur með erlenda ferðamenn á Íslandi. Hann er því með meirapróf, WFR skyndihjálparnámskeið og hefur í áratugi sótt námskeið í rötun, snjóflóðagreiningu og sprungubjörgun.

Ómissandi í bakpokanum

Te á brúsa og hnausþykk samloka af góðu súrdeigsbrauði með feitri pylsu og bragðsterkum osti.

Uppáhaldsleiksvæði

Hornstrandir og Fjallabak.