Starfsmaður

Páll Guðmundsson

Páll Guðmundsson

Framkvæmdastjóri

Starfsheiti
568 2533

Páll er fæddur og uppalinn á Selfossi og á ættir að rekja til Búrfells í Grímsnesi og Laugarvatns.

Páll lauk námi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1989 og lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1992 og hefur lokið masters námi við Háskólann á Bifröst í forystu og stjórnun.

Páll starfaði sem þjálfari og íþróttakennari um árabil. Hann stundaði íþróttir  frá unga aldri með UMF Selfoss og var knattpsyrnumaður með Selfoss,  ÍA, Leiftri og ÍBV í efstu deild. 

Páll hefur m.a. starfað hjá Landsbanka Íslands, hjá Ólafsfjarðarbæ sem íþrótta-, æskulýðs- og ferðamálafulltrúi og hjá Ungmennafélagi Íslands sem kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa. Páll hefur verið framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands frá 2004.

Helstu áhugamál Páls eru íþróttir, útivist og bókmenntir.

Ómissandi í bakpokann

Harðfiskur, sviðasulta, suðusúkkulaði og verðlaun af ýmsu tagi.

Uppáhalds leiksvæði

Allt Ísland en Hvanndalir og Þórsmörk sérstaklega.