Starfsmaður

Páll Guðmundsson

Páll Guðmundsson

Framkvæmdastjóri

Starfsheiti
568 2533

Páll er fæddur og uppalinn á Selfossi og á ættir að rekja til Búrfells í Grímsnesi og Laugarvatns.

Páll lauk námi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1989 og lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1992 og hefur lokið masters námi við Háskólann á Bifröst í forystu og stjórnun.

Páll starfaði sem þjálfari og íþróttakennari um árabil. Hann stundaði íþróttir  frá unga aldri með UMF Selfoss.  Á síðari árum hefur Páll stundað þríþraut sem áhugamál og tekið þátt í þrautum og keppnum t.d. eins og Ironman, Landvættum, Svensk klassiker,  Birkebeinet og lengri og styttri hlaupum. 

Páll hefur verið framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands frá 2004.

Helstu áhugamál Páls fyrir utan samveru með fjölskyldunni eru íþróttir, útivist og bókmenntir.

Ómissandi í bakpokann

Harðfiskur, sviðasulta, suðusúkkulaði og verðlaun af ýmsu tagi.

Uppáhalds leiksvæði

Allt Ísland en Hvanndalir og Þórsmörk sérstaklega.