Fararstjóri

Salome Hallfreðsdóttir

Salome Hallfreðsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 8670343

Salome er alin upp umkringd fjöllunum á Austurlandi og frá því hún man eftir sér hefur náttúran, náttúruskoðun og útivera átt hug hennar allan. Hún kynntist útivist ung að árum i gegnum hestamennsku og skíði og lærði fljótt að meta þau lífsgæði sem náttúran veitir.

Þessi mikli áhugi hennar á náttúru og umhverfi hefur varðað þá leið sem hún hefur valið sér í námi og starfi.

Salome er umhverfisfræðingur að mennt með framhaldsgráðu í umhverfis- og sjálfbærnivísindum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún er með kennaramenntun á sviði náttúruvísinda frá Kennaraháskóla Íslands, með diplóma í ferðamálafræði, landvarðarréttindi og hefur lokið ýmsum útivistarnámskeiðum.

Í útivistinni eru fjallaskíðamennska og útihlaup í miklu uppáhaldi um þessari mundir og nýtur hún þess að ferðast um landið, bæði á eigin vegum og í hópi, allan ársins hring.

Á láglendinu starfar Salome í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ásamt því að kenna styttri og lengri námskeið á sviði umhverfismála og sjálfbærni í hjáverkum. Salome brennur fyrir umhverfis- og náttúruvernd og hefur um árabil látið til sín taka á þeim vettvangi.

Ómissandi í bakpokann

Sólgleraugu og súkkulaði

Uppáhalds leiksvæði

Kverkfjöll og austurhálendið í heild sinni eru í sérstöku uppáhaldi