Fararstjóri

Sigrún Konráðsdóttir

Sigrún Konráðsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 891 9056

Sigrún er  fædd og uppalin í Reykjavík og hefur stundað útivist og fjallgöngur frá unga aldri. Hún hefur starfað með Hjálparsveit Skáta í Reykjavík frá 1987, er á útkallsskrá og hefur tekið þátt í fjölda verkefna með sveitinni.

Sigrún hefur gengið mikið um landið gegnum tíðina og einnig erlendis. Hún hefur verið fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands og ýmsa aðra með hléum, allt frá árinu 1994.

Hvað varðar fjallamennsku, þá hefur Sigrún gengið Ísland þvert og endilangt, ásamt því að hafa farið á alla helstu jökla landsins, þar með talið yfir Vatnajökul.

Aðalstarf Sigrúnar í gegnum tíðna hafa verið skrifstofustörf. Áhugamálin eru fjöldamörg, helst hlaup, göngur, fjallgöngur, skíðaganga, hjólreiðar, prjónaskapur, garðyrkja, matreiðsla og lestur. Sigrún hefur hlaupið hálft Reykjavíkurmaraþon alls tíu sinnum, nokkur heil maraþon erlendis í borgunum New York, London, Prag, Kaupmannahöfn og Berlín. Auk þessa hefur hún hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum.

Ómissandi í bakpokann

Regnföt og lopapeysa.

Uppáhalds leiksvæði

Fjallabak og hálendið. Skemmtilegustu ferðirnar eru nokkra daga gönguskíðaferðir með púlku og tjald í góðum hópi.