Fararstjóri

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 899 0634

Sigrún kynntist tignarlegum fjallasal í æsku þar sem hún dvaldi öll sumur norður í Svarfaðardal. Í nokkra áratugi hefur hún gengið um óbyggðir landsins. Upp úr 1990 smitaðist hún af Hornstrandavírus og hafði það afgerandi áhrif á líf hennar.

Hún hefur verið leiðsögumaður þýskra gönguhópa víðs vegar um óbyggðir allt frá 1997. Hún hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands frá 2005, ýmist á Hornströndum, Arnarvatnsheiði eða á ýmsum stöðum sem Sögugöngur FÍ hafa verið gengnar. Einnig er hún leiðsögumaður Íslendinga sem trítla í Ölpunum og Dólómítafjöllum eða ferðast með rútu um Evrópu.

Sigrún er menntaður leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi og hefur kennt ýmis fög við þann skóla allt frá útskrift, einkum þó frætt verðandi gönguleiðsögumenn um óbyggðir Íslands. Auk þess fæst Sigrún við leikstjórn og leiklistarkennslu. Hún er ein af starfandi athafnastjórum Siðmenntar.

Ómissandi í bakpokann

Í bakpokanum er alltaf box með þurrkuðum ávöxtum.

Uppáhalds leiksvæði

Efsti hluti Hallmundarhrauns og gígurinn Hallmundur.