Fararstjóri

Sigþrúður Jónsdóttir

Sigþrúður Jónsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 846 5247

Sigþrúður er alin upp við hálendisbrún Hreppanna og sótti til fjalla strax sem barn. Ár hvert gengur hún um Þjórsárver og hefur vísað mörgum leiðina þar. Hún hefur verið fararstjóri hjá FÍ um Þjórsárver 2006 og í Fossagöngu sem hún hannaði ásamt stöllu sinni árið 2002.

Sigþrúður er náttúrufræðingur með framhaldsnám í beitarfræðum. Gróður og samspil gróðurs og grasbíta er henni hugleikið. Hún kynnir sér sagnir og fróðleik af þeim svæðum sem hún fer um.

Sigþrúður vinnur við gróðurvernd, landlæsi og landlækningar. Hún er náttúruverndari, einn af stofnendum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Sólar á Suðurlandi og Vina Þjórsárvera. Hún fékk náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2017 fyrir baráttu fyrir verndun Þjórsárvera.

Að auki hefur Sigþrúður gaman af leiklist.

Ómissandi í bakpokann

Hlýja, létta ullarhyrnan sem móðursystir hennar prjónaði og heitt vatn á brúsa.

Uppáhalds leiksvæði

Gnúpverjaafréttur, sem liggur með Þjórsá að vestan inn að Hofsjökli og telur sig eiga ættir að rekja til veranna sunnan jökulsins.