Fararstjóri

Sigurjón Pétursson

Sigurjón Pétursson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 894 0652

Sigurjón hefur flakkað um Ísland og umheiminn nánast frá fæðingu, fyrst með föður sínum og síðan eiginkonu sinni og ævifélaga. Hann hefur sérstaklega ferðast um hálendi Íslands og þá á öllum árstíðum og með ýmsu móti svo sem gangandi, ríðandi, í bíl, á fjórhjóli, á reiðhjóli, vélsleðum og kayak. Þá hefur Sigurjón einnig ferðast víða erlendis svo sem um Alaska, Afríku, Grænland og Víetnam. Sigurjón hefur ásamt eiginkonu sinni farið þrjá og hálfan hring um Ísland á reiðhjólum, einnig frá Flórída til Kaliforníu, frá Kanada til Mexíkó og Flórída til New York.

Sigurjón er viðskiptafræðingur frá HÍ og er með MBA frá New York University. Hann var í fyrsta árgangi Leiðsöguskólans árið 1974 og fór síðan í hann á nýjan leik árin 2013/2014 og lauk prófi með hæstu einkunn í árganginum.

Sigurjón stjórnaði fyrirtækjum sem framkvæmdastjóri og forstjóri í um 40 ár. Hann hefur mikinn áhuga á og ætlaði upphaflega í jarðfræði- eða fuglafræði en starfar nú sem ljósmyndari og leiðsögumaður og hefur yndi af því að undirbúa næstu ferð.

Ómissandi í bakpokann

Farsíminn.

Uppáhalds leiksvæði

Langisjór.