Starfsmaður

Stefán Jökull Jakobsson

Stefán Jökull Jakobsson

Umsjónarmaður skála

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 898 6700

Stefán Jökull hefur stundað öræfi Íslands frá unga aldri, Kerlingarfjöll, Tindfjöll og skíðasvæðin fengu stóran hluta af uppvextinum vegna sjálfboðavinnu og frumkvöðlastarfs föðursins.

Stefán Jökull hóf skálavörslu í afleysingum í Langadal sumarið 1998, var allt tímabilið 2000 í Langadal og hefur gripið í afleysingar og farastjórn síðan í hinum ýmsu skálum og gönguleiðum. Stefán Jökull starfar núna sem yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands.

Stefán Jökull er húsasmiður að mennt og uppalinn við umsjón og viðhaldsvinnu á fjallaskálum. Hann hefur unnið við margvísleg verkefni tengd húsasmíði og verkefnastjórnun í gegnum tíðina. Hann er virkur félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi og gegnir kennslu fyrir björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í snjóflóðum, ferðamennsku og rötun, leitartækni og fjallamennsku.

Ómissandi í bakpokann

Heitur drykkur.

Uppáhalds leiksvæði

Tindfjallajökull.