Fararstjóri

Þóra Þráinsdóttir

Þóra Þráinsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 895 1570

Þóra er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Skíðaiðkun, tjaldferðir og sumarbústaðaferðir voru hluti af hennar bernsku. En til þess að komast enn þá lengra frá malbikinu var hún mörg sumur í sveit í Skagafirðinum þar sem hún undi hag sínum vel innan um fjöllun í sveitakyrrðinni á hestbaki. Meðfram háskólanámi starfaði Þóra fyrir Rauða kross Íslands með börnum og unglingum og við kynningarstörf.

Þóra er hjúkrunarfræðingur og lauk námi 1994 og framhaldsnámi í svæfingarhjúkrun árið 2001. Þóra byrjað starfsferill sinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fór þaðan á LSH og er núna að starfa á Læknasetrinu.

Um tvítugt gerðist Þóra meðlimur í FÍ og hefur verið að ganga á fjöll með hléum síðan þá. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í mörgum fjallaverkefnum með FÍ og sótt námskeið. Árið 2016 byrjaði hún að fást við fararstjórn hjá FÍ og ferðafélagi barnanna.

Helstu áhugamál Þóru eru fjölskyldan og útivist af ýmsum toga en þó aðalega fjallaferðir og skíði.

Ómissandi í bakpokann

Hælsærisplástur og coca cola.

Uppáhalds leiksvæði

Þórsmörk og Helgafellið í Hafnarfirði.