Fararstjóri

Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 552 2097

Tómas hefur frá unga aldri flandrast um fjöll og firnindi. Meðfram læknanámi starfaði hann við fjallaleiðsögn með erlenda ferðamenn um allt hálendi Íslands og lauk leiðsögumannaprófi vorið 1989.

Tómas hefur látið til sín taka í ýmsum félagasamtökum tengdum ferðalögum, útivist og umhverfisvernd. Hann er formaður og einn aðalhvatamaðurinn í Félagi íslenskra fjallalækna (FÍFL) sem auk þess að skipuleggja fjallaferðir bæði á Íslandi og erlendis, hefur staðið fyrir því að flytja marga heimsþekkta fjallamenn til Íslands. Tómas situr jafnframt í stjórnum bæði Vina Vatnajökuls og Ferðafélags Íslands og er í ferðanefnd FÍ.

Tómas ferðast að öllu jöfnu mikið á eigin vegum og hefur sérhæft sig í lengri og krefjandi fjallgöngum. Hin síðustu ár hafa fjallaskíðaferðir átt hug hans allan.

Á láglendinu starfar Tómas sem hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og er prófessor í skurðlæknisfræði við Háskóla Íslands.

Ómissandi í bakpokann

Hælsærisplástur.

Uppáhalds leiksvæði

Kverkfjöll, Lónsöræfi og Torfajökulssvæðið eru í sérstöku uppáhaldi.