Karfa
Karfan er tóm
Á hverju ári gefur Ferðafélag Íslands út heimilda- og fræðslurit, kort og bækur, að ógleymdri árbók félagsins sem hefur komið út á hverju ári frá 1928 og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru.
Að auki selur FÍ margvíslegar aðrar vörur, eins og til dæmis armbönd sem gilda sem aðstöðugjald fyrir daggesti við hálendisskála Ferðafélagsins.
Hér að neðan má skoða allar þær vörur sem hægt er að panta í gegnum vefverslun FÍ. Við sendum hvert á land sem er.
Á hverju ári gefur Ferðafélag Íslands út heimilda- og fræðslurit, kort og bækur, að ógleymdri árbók félagsins sem hefur komið út á hverju ári frá 1928 og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Að auki selur FÍ margvíslegar aðrar vörur, eins og til dæmis armbönd sem gilda sem aðstöðugjald fyrir daggesti við hálendisskála Ferðafélagsins.
Hér að neðan má skoða allar þær vörur sem hægt er að panta í gegnum netverslun FÍ. Við sendum hvert á land sem er.
Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928. Árbókin hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn. Árbækurnar eru því í raun altæk Íslandslýsing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupplýsingar ásamt því að veita innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik.
Ferðafélagið hefur alla tíð kostað kapps um að gera árbækur sínar sem best úr garði og jafnan fengið heimamenn á hverjum stað og aðra sérfræðinga til liðs. Mikinn fróðleik um náttúrufar er að finna í bókunum, gróður, fugla og aðra landsins prýði, en ekki síst um jarðfræði og myndunarsögu landsins. Saga og menning skipa háan sess í umfjöllun um byggðirnar.
Ferðafélag Íslands hefur tekið saman árbækur og rit og sett saman í skemmtilega og fróðlega bókapakka.
ATH - Pantanir sem berast eftir kl. 12 fimmtudaginn 22. des. verða afgreiddar eftir áramót.
Ferðafélagið kemur að útgáfu ýmis konar smærri rita og handbóka ár hvert. Þar á meðal eru svokölluð Fræðslurit FÍ. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða göngumenn þannig á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni.
Upplýsingarnar eru settar fram í stuttum köflum svo auðvelt er að finna lýsingar og fróðleik sem við á hverju sinni. Þá eru ritin í þægilegu broti svo auðvelt er að hafa þau meðferðis í lengri og skemmri ferðir.
Ferðafélagið hefur í gegnum tíðina staðið að útgáfu nokkurra lykilverka um íslenska náttúru á ensku.
Þetta eru einkum kort og fræðslurit sem snúa að fjölförnum ferðamannastöðum, svo sem Landmannalaugum, Fjallabaki og Laugaveginum.