Árbækur

Árbók 2021 - Laugavegurinn og Fimmvörðuháls

Nítugasta og fjórða árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um gönguleiðina frá Landmannalaugum til Þórsmerkur og áfram suður yfir Fimmvörðuháls ásamt aðliggjandi svæðum. Undanfarna áratugi hafa fáar gönguleiðir notið jafn mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Höfundur árbókarinnar er Ólafur Örn Haraldsson en auk hans rita sex sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands sérstakan kafla um náttúrufar svæðisins. Ýmsir gamalreyndir göngumenn og fjölfróðir fjallmenn lögðu verkinu einnig lið. Í bókinni er að finna ríflega 200 ljósmyndir sem teknar voru af Daníel Bergmann og 18 uppdrætti teiknaða af Guðmundi Ó. Ingvarssyni.

Vörunúmer 252021
Verðmeð VSK
Verð
8.900 kr.
Árbók 2021 - Laugavegurinn og Fimmvörðuháls
Árbók 2021 - Laugavegurinn og Fimmvörðuháls

Lauga­veg­ur­inn og nærsvæði hans ásamt Fimm­vörðuhálsi hafa verið helstu starfs­svæði Ferðafé­lags Íslands í hart nær hálfa öld. Fé­lagið hef­ur viljað greiða götu ferðamanna um svæðið þannig að þeir geti kynnst þessu fjöl­breytta og fagra landsvæði og notið göngu­ferðar og góðs aðbúnaðar. Vin­sæld­ir göngu­leiðar­inn­ar hafa vaxið ár frá ári og hef­ur fé­lagið mætt því með upp­bygg­ingu á aðstöðu og þjón­ustu.

Á þessu svæði á Ferðafé­lagið sælu­hús á átta stöðum, í Land­manna­laug­um, við Hrafntinnu­sker, Álfta­vatn, Hvann­gil, Emstr­ur, í Langa­dal og Húsa­dal í Þórs­mörk og á Fimm­vörðuhálsi. Fé­lagið hef­ur unnið að end­ur­bót­um á göngu­leiðinni bæði á stíg­um og mann­virkj­um, gefið út fræðslu­efni og veitt marg­vís­legri þjón­ustu. Enn frem­ur hef­ur fé­lagið skipu­lagt fjölda ferða um svæðið á eig­in veg­um og greitt götu annarra sem þar vilja starfa. Það var því komið að því að Ferðafé­lagið gæfi út ár­bók um svæðið en áður hafa verið skrifaðar ár­bæk­ur um af­markaða hluta þess og voru þær gefn­ar út árin 1960, 1972, 1976 og 2010. Með þess­ari ár­bók er ætl­un­in að þeir sem vilja fræðast um svæðið geti fundið slíkt efni í einni bók til viðbót­ar þeim fróðleik sem finna má í fyrri ár­bók­um. Síðust þeirra bóka var gef­in út árið 2010 og fjallaði um Friðlandið að Fjalla­baki.

Aug­ljós­lega er tölu­verður mun­ur á efnis­tök­um ár­bók­ar um óbyggðasvæði og svæði í byggð. Í óbyggð er saga mann­vist­ar ekki mik­il og fárra nafn­greindra manna er getið. Heim­ild­ir og sagn­ir eru fáorðar og ör­nefni til­tölu­lega fá í sam­an­b­urði við þétt set­in og gam­al­gró­in héruð. Flest hafa ör­nefn­in orðið til við fjár­leit­ir og að nokkru leyti vegna ferðalaga. Þetta á ekki síst við um stór­an hluta ár­bók­ar­svæðis­ins sem hér er fjallað um. Það var því leitað fanga hjá bænd­um og öðru þrautkunn­ugu fólki um sagn­ir og ör­nefni og fjall­kóng­ar af­rétt­anna leggja til lýs­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi í fjall­ferðum og smala­mennsku eins og þeim er nú háttað.

Árbók FÍ 2021 um Lauga­veg­inn lýs­ir göngu­leiðinni sjálfri og stóru svæði í ná­grenni Lauga­veg­ar­ins. Af­mark­ast það af Markarfljóti að vest­an og Mýr­dals­jökli að aust­an. Með þessu móti get­ur les­and­inn fundið ann­ars veg­ar til­tölu­lega ein­falda leiðsögn um Lauga­veg­inn og hins veg­ar ít­ar­legri fróðleik um ná­granna­svæði. Má segja að bók­in eigi að vera ferðabók og land­lýs­ing. Nátt­úruf­ar óbyggðanna er fjöl­breytt og stór­feng­legt. Áhersla er því lögð á að lýsa því og sér­fróðir nátt­úru­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar leggja þar til mik­inn fróðleik