FÍ Fjallahlaup

Um verkefnið

FÍ Fjallahlaup er æfingaverkefni sem stendur í rúma 9 mánuði, frá október fram í miðjan júlí og hefur það markmið að koma þátttakendum í gott fjallahlaupaform og gera þá tilbúna til að takast á við Laugavegshlaupið 17. júlí 2021. Þetta verkefni er einnig opið fyrir þá sem vilja frekar stefna á styttri fjallahlaupakeppnir (20-30 km).

FÍ Fjallahlaup er hugsað fyrir venjulegt fólk sem telur sig vera í ágætis formi og hreyfir sig reglulega. Lagt er upp með að þátttakendur geti í upphafi tímabils hlaupið rólega (á spjallhraða), í 45-60 mínútur.

Þetta verkefni er fyrir fólk sem vill komast í gott fjallahlaupaform og kynnast alls kyns slóðum í náttúru Íslands, ásamt því að setja sér metnaðarfull markmið í skemmtilegum og styðjandi félagsskap.

Upplýsingafundur verða haldinn fimmtudaginn 24. september (nánar auglýst síðar), en verkefnið hefst formlega fyrstu vikuna í október.

Umsjón: Kjartan Long


FÍ Fjallahlaup 

Hópurinn er lokaður og æfir saman úti í náttúrunni á hinum ýmsu slóðum og stígum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Hópurinn hittist á einni sameiginlegri æfingu í miðri viku og öðru hverju á lengri æfingum um helgar. Einnig er ætlast til þess að hver og einn fylgi æfingaplani sem er sent á fjögurra vikna fresti á smáforritinu Training Peaks. Lokaður Facebook hópur verður stofnaður utan um verkefnið og þátttakendur eru hvattir til þess að hittast oftar í viku og æfa saman eftir æfingaáætluninni.

Æfingaáætlunin miðar fyrst í stað við það að koma upp góðu grunnformi, tækni og styrk. Þegar nær dregur vori tekur svo við æfingaáætlun sem miðar að því að bæta hraða og úthald til að geta klárað þær keppnir sem stefnt er að. Þátttakendur í FÍ Fjallahlaupi fá persónulegt aðhald og eru frammistöðumældir reglulega.

Verkefnið er í samstarfi við Greenfit https://www.greenfit.is/, sem sér um taka alla þátttakendur í þolpróf þegar líður á æfingatímabilið og miðast æfingaálag hvers og eins við útkomuna úr því prófi.

Hópurinn tekur þátt í nokkrum skemmtilegum viðburðum á tímabilinu. Stefnt er á að taka þátt í æfingahlaupum eins og Puffin Run í Vestmannaeyjum og Hvítasunnuhlaupi Hauka. Sérstök æfingahelgi er svo í júní þegar hlaupið verður yfir Fimmvörðuháls með FÍ Landvættum. Lokaveisla hópsins verður svo í Þórsmörk eftir Laugavegshlaupið.

Í ágúst 2021 er stefnt á hlaupaferð erlendis með ferðaskrifstofunni Úti. Nánar auglýst síðar.

Fjöldi er takmarkaður við 27 þátttakendur.

Verð

Verð í verkefnið er 117.900 kr.

 • Innifalið í verði:
 • Níu mánaða æfingaáætlun. Þolpróf hjá Greenfit (frekari upplýsingar á kynningarfundi)
 • Ein sameiginleg æfing á virkum degi og ein lengri hlaupaæfing einn laugardag í mánuði.
 • Fyrirlestrar frá sérfræðingum á sviði næringar, svefni og öndunar.
 • Gestaþjálfarar.
 • Æfingaáætlun á Training Peaks og Strava hópur.
 • Fésbókarhópur.
 • Tvær æfingahelgar. (Greitt sér fyrir gistingu og rútu.)
 • Tvær gistinætur í skálum FÍ (nánar á kynningarfundi)
 • Fríðindi og afsláttarkjör FÍ félaga
 • Laugavegsritið og FÍ Buff
 • Áskoranir og alls konar fróðleikur allt tímabilið.

  (ath skráningar í viðburði og keppnir eru á ábyrgð hvers og eins)

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið. Hægt er að bóka sig á Biðlista