Ferð: Öskjuvegurinn

Norðurland

Öskjuvegurinn

Lýsing

Í ferðinni er gengið með lágmarksbúnað. Trússbíll ekur með farangur á milli skála. Bíllinn fylgir hópnum allan tímann. Fólk er beðið um að takmarka farangur eins og hægt er. Rúta sækir svo hópinn í lok ferðar. Gist í skálum FFA við Drekagil, í Dyngjufelli og Botna í Svartárbotnum.

Brottför/Mæting
Kl. 13 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn

Fararstjórn: Guðlaug Ringsted

Innifalið
Gisting í fjórar nætur, rúta og trússbíll með bílstjóra, fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., sunnud. Ekið í Dreka, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. Gist í skála FFA við Drekagil.

2.d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju. Komið við í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og ekið til baka að Dreka, gist þar aðra nótt. Vegalengd: 13-14 km.

3.d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd: 14 km.

4.d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA.
Vegalengd: 20-22 km.

5.d. Lokadagur; gömlum jeppaslóða er fylgt frá Botna í Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti.
Ekið með rútu til Akureyrar. Gert ráð fyrir að koma þangað um kl. 17. Vegalengd: 15-16 km.