Ferð: Skíðagönguferð um Ódáðahraun - Öskjuvegurinn

Skíðagönguferð um Ódáðahraun - Öskjuvegurinn

Ferðafélag Akureyrar -Deildarferð
Lýsing

Þetta er ferð fyrir vant útivistarfólk.
Ferðin gæti orðið styttri en varla lengri, það fer eftir veðri og snjóalögum og dyntum fararstjóra.
Tilvalin ferð fyrir þá sem vilja ferðast með farangurinn í púlku eða á sleða. Hver og einn verður sjálfum sér nægur með nesti og búnað.
Sex daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.
Fararstjórar verða í sambandi um nauðsynlegan búnað þegar nær dregur ferð.

Gist verður í skálum Ferðafélags Akureyrar á Öskjuveginum, Botna, Dyngjufelli, Dreka og Bræðrafelli.

Brottför/Mæting
Kl. 16 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn

Aðalsteinn Árnason og Halldór Halldórsson

Innifalið
Gisting og fararstjórn.

Ferðafélag Akureyrar

Þessi ferð er á vegum Ferðafélags Akureyrar
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ferðafélag Akureyrar

Netfang: ffa@ffa.is
Sími: 4622720

1.d., fimmtud. Svartárkot - Botni, gist í Botna. 15 km.

2. d. Botni - Dyngjufell, gist í Dyngjufelli. 22 km og ögn á fótinn

3. d. Dyngjufell - Dreki, gist í Dreka. 20 km og töluverð hækkun upp í Jónsskarð

4. d. Dreki - Bræðrafell, gist í Bræðrafelli. 20 km um ójafnt hraun að hluta

5. d. Bræðrafell - Botni, gist í Botna. 28 km.

6. d. Botni - Svartárkot. 15 km og eitthvað undan fæti.