Jarðfræði Bræðrafells og nágrennis
- Lýsing
Ódáðahraun er mikið gósenland fyrir þá sem áhuga hafa á jarðfræði. FFA býður upp á jarðfræðiferð þar sem Kollóttadyngja og svæðið þar í kring verður skoðað.
Í sunnanverðu Ódáðahrauni við Bræðrafell í Kollóttudyngju á FFA nýlegan og vel búinn 16 manna gönguskála, þar sem gist verður í tvær nætur.
Í Ódáðahrauni er vatn af skornum skammti. Vatni er safnað af þaki skálans en þó er nauðsynlegt að taka a.m.k. tvo lítra af vatni á mann meðferðis til öryggis.
Svæðið sem farið er um ber merki mikilla eldsumbrota. Það státar af sérkennilegum og fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst mikilli kyrrð og mun
Sigurveig Árnadóttur jarðfræðingur fræða okkur um það sem fyrir augu ber.- Brottför/Mæting
- kl. 12 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
- Fararstjórn
Fjóla K. Helgadóttir, Hjalti Jóhannesson og Sigurveig Árnadóttir
- Innifalið
- Rúta og akstur frá Lindum að uppgöngunni á Herðubreið, gisting og fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir bakpokaferð
Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.
Ýmislegt
- Bakpoki, ekki of stór
- Svefnpoki, léttur og hlýr
- Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
- Tjald og tjalddýna
- Göngustafir
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Höfuðljós
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Broddar, ef þurfa þykir
- Peningar
- Hleðslubanki
Snyrtivörur / sjúkravörur
- Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
- Verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði / þvottapoki
- Sólvarnarkrem og varasalvi
- Eyrnatappar
Mataráhöld / eldunartæki
- Prímus, eldsneyti og pottur
- Eldspýtur
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Vasahnífur / skæri
Fatnaður
- Góðir gönguskór
- Vaðskór / skálaskór
- Tvö pör mjúkir göngusokkar
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Nærbuxur til skiptana
- Nærföt, ull eða flís
- Flís- eða ullarpeysa
- Millilag úr ull eða flís
- Göngubuxur
- Stuttbuxur
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar
Matur
- Frostþurrkaður matur
- Núðlur eða pasta í pokum
- Haframjöl
- Smurt brauð og flatkökur
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ferðafélag Akureyrar
Þessi ferð er á vegum Ferðafélags - Akureyrar
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ferðafélag Akureyrar
Netfang: ffa@ffa.is
Sími: 4622720
Leiðarlýsing
1.d., föstud. Lagt af stað frá Akureyri kl. 12.00. Ekið sem leið liggur í Herðubreiðarlindir þar sem stoppað verður í stutta stund. Eftir það ekið áfram sem leið liggur vestur fyrir Herðubreið eftir torfærum jeppaslóða og gengið þaðan í vestur að Bræðrafelli. Gengið verðum yfir Flötudyngju, sem ber nafn með rentu. Þar er að sjá margar skemmtilegar jarðmyndanir og risastóra gíga. Skálinn er í 720 m hæð. Ganga: um 7.5 km. Hækkun: Lítil sem engin.
2.d. Gengið á Kollóttudyngju (1.177 m) en þaðan er afar víðsýnt og Bræðrafell og ýmsar aðrar jarðmyndanir skoðaðar á bakaleiðinni. Hækkun: um 500 m.
3.d. Gengin sama leið til baka í átt að uppgöngunni á Herðubreið þar sem bílarnir bíða og aka ferðalöngum til Akureyrar. Áætlaður komutími til Akureyrar er kl. 16-17.
Farið er með rútu í Herðubreiðarlindir og þaðan fær hópurinn skutl að uppgöngunni á Herðubreið þar sem gangan hefst, eins verður á bakaleiðinni.




