Ferð: Önundarfjörður innanverður

Önundarfjörður innanverður

Ferðafélag Ísfirðinga
Lýsing

Móðir okkar Jörðin snýst um Önundarfjörðinn segir í ljóði einu.
Í þessari helgarferð er boðið upp á tvær fjallgöngur í hjarta þessarar hringamiðju Jarðar. Þetta eru dæmigerðar tveggja skóa ferðir þar sem ganga þarf í bröttum brekkum á mis hrjúfu landi.
Dagleiðirnar eru þó ekki langar og ekki þarf mikið að vaða. Landsvæðið hefur verið kortlagt sérstaklega og gönguleiðirnar eru til í Wappi Einars Skúlasonar. En þessa helgina njótum við leiðsagnar fróðs heimamanns, Stefáns Pálssonar. Hann býður upp á láglendisgöngur ef ekki viðrar til fjallganga. Hann sér einnig um ferðaþjónustuna í Kirkjubóli í Korpudal þar sem gist verður.

Brottför/Mæting
Kl. 11:00 við Kirkjuból í Korpudal
Fararstjórn

Stefán Pálsson

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar
  • Hleðslubanki

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ferðafélag Ísfirðinga

Þessi ferð er á vegum Ferðafélags Ísfirðinga

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins: www.ferdafis.is
Skráning í ferð fer fram með því að senda tölvupóst á
Netfangið: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com

LEIÐARLÝSING

 1.d.,laugard.Gengið upp í Kroppstaðarskál og upp bratta skriðu á Bæjarfjall. Það er erfiðasti hluti göngunnar. Eftir stutta göngu um hásléttuna er farið niður Þverdal. Gengið með ánum Þverá og Korpu uns komið er niður á veg og er þá þessum hring nánast lokið. Landslagið á þessari hringleið er fjölbreytilegt og frá mörgu er að segja; mannlífi, sögu, jarðfræði og lífríki. Ganga: 11 km. Hækkun um: 750 m. Göngutími: 7-8 klst.
Varaleið á degi 1, ef það verður lágskýjað:
Gengið fram Korpudal að skessukötlunum í fossinum ofanvið Selaskriðu.
Vegalengd fram og til baka: um 13 km. Hækkun: um 430 m. Göngutími: 6-7 klst.

2.d.
Tungudalur – Tunguhorn – Ekkilsdalur.
Kl. 9 ekið er að brúnni yfir Hestá þar sem gangan hefst. Gengið fram Tungudal (Hestdal eins og hann heitir hinum megin ár). Læk einum er fylgt upp brattann að Tunguhvilftunum þremur, Fremstu-, Mið- og Yztu-. Það er úr Miðhvilftinni sem gengið er upp á hásléttuna og þá er að sjálfsögðu tekinn smá útúrdúr og gengið fram á Tunguhorn. Það er frábær útsýnisstaður. Leiðin niður í Ekkilsdal er hættuleg ef ekki er farið rétt í hana. Gott er að hafa leiðsögn. Í botni dalsins er fallegt svæði með vötnum og fossum. Kallast það Vatnabrekkur. Leiðin niður að Tunguá, hvar hringnum er lokað, liggur ofan á greiðfærum grjóthálsi milli Ekkilsdals og Hólsdala. Frá mörgu er að segja á þessari leið; flóru og fánu og öðru sem augað sér en einnig frá tröllum sem algeng voru á þessum slóðum. Landnámsmenn og annað fólk koma einnig við sögu.
Ganga: um 12 km. Hækkun: um 600 m. Göngutími: 7-9 klst.

Varaleið á degi 2 ef það verður lágskýjað:
Gengið fram Hestdal. Önundargirði skoðað. Það eru grjóthlaðnar mannvistarleifar, hugsanlega frá landnámsöld. Ánni fylgt upp að fossinum Rjúkanda. Vegalengd fram og til baka: um 11 km. Hækkun: um 350 m. Göngutími: um 6 klst.