Ferð: Náttúra og saga í Kelduhverfi

Norðurland

Náttúra og saga í Kelduhverfi

Lýsing

Kelduhverfi geymir marga fallega staði, í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og víðar í sveitinni.
Sex daga bækistöðvarferð í fallegu umhverfi þar sem við njótum náttúrunnar í rólegheitum.
Gist er í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.

Allar nánari upplýsingar í síma: 8928202

Brottför/Mæting
Í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.
Innifalið
Gisting í uppbúnum rúmum, 5x kvöldmatur, akstur, göngukort, fararstjórn. Verð: 107.000 / 112.000

Búnaður

Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð

Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Í trússtöskunni

  • Svefnpoki og lítill koddi
  • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Auka nærbuxur og sokkar
  • Höfuðljós
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði
  • Eyrnatappar
  • Skálaskór
  • Peningar
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
  • Eitthvað gott á grillið
  • Kol og uppkveikilögur
  • Haframjöl
  • Brauð og flatkökur
  • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

  • Tjald og tjalddýna
  • Prímus og eldsneyti
  • Eldspýtur
  • Pottur
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Vasahnífur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur

Bókun í ferð:

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: ffnordurslod@simnet.is

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 12.maí.

1.d., þriðjud. Kvöldmatur á Hótel Skúlagarði kl. 19:00, fundur um komandi daga í Garði kl. 20:00.2.d. Í kringum Lónin vestast í Kelduhverfi. Gengið verður frá Fjallahöfn suður hlíðina vestan Lónanna en þaðan er gott útsýni yfir Lónin. Sunnan Lónanna verður litið eftir uppsprettum og svo verður hringnum lokað með því að ganga norður Flæðarnar austan Lónanna. (11 km.)3.d. Við förum út úr dyrunum og göngum inn í heiðina sem geymir margt skemmtilegt, að Hraunstakkaborg sem er sérstök náttúrusmíð. Við lítum einnig á Skjálftavatnið og göngum meðfram Veggnum og Veggjargjánni. (9 km.)4.d. Svínadalshringur í Vatnajökulsþjóðgarði. Skammt suður af Vesturdal liggur Svínadalur, harðbýl en grösug jörð þar sem búið var við fábrotnar aðstæður allt til 1946. Þar tengdust maður og náttúra í samhljómi og átökum, í blíðu og stríðu. Fjölmargar mannvistarleifar og örnefni bera því vitni og segja sögu af horfnum heimi. Komið að Karli og Kerlingu, Kallbjargi og Svínadal áður en hringnum verður lokað í Vesturdal. (7 km.)5.d. Ekið í Vesturdal og gengið þaðan um Hljóðakletta, Rauðhóla og Klappir niður í Ásbyrgi. Frábært útsýni yfir gljúfrin og Ásbyrgið, einstakar jarðmyndanir, jarðsaga og fjölbreytt lífríki. (14 km.)6.d. Kveðjustund og brottför.