Kórónur Krepputungu
- Lýsing
Í Krepputungu leynast margir gullmolar, sem sjaldan er gaumur gefinn.
Í gönguferð í Sönghofsdal og að Gljúfrasmið er haldið á vit tveggja slíkra sem eru tvö helstu djásnin í kórónu Krepputungu. Sönghofsdalur er gullfalleg vin í eyðimörkinni, þar sem tónlist náttúrunnar ómar við réttar aðstæður.Gljúfrasmiður þarf hins vegar engar réttar aðstæður; þar glymur beljandi Jökulsá á Fjöllum án afláts og státar af því hvernig hún hefur smíðað gljúfrin um aldir. Gengið er að fossinum að austanverðu, sem gefur sjaldséð sjónarhorn á tilkomumikið stuðlaberg, gljúfur og sjálfa drottninguna, Herðubreið.
Gangan kórónar heimsóknina í Krepputungu, en ekki er útilokað að lagið verði tekið og hljómburður kannaður.- Brottför/Mæting
- Brottför: kl. 11 á einkabílum á bílastæðinu við brúna yfir Kreppu.
- Fararstjórn
Eggert Benedikt Guðmundsson
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Gott að vita:
Gangan er um 20 km fram og til baka á flatlendi, rétt sunnan við ármót Jökulsár og Kreppu.

Hentar vel fyrir þá sem taka þátt í ferðinni,
Drottning Herðubreið og sjóðheitir hverir Kverkfjalla
og vilja kynnast svæðinu enn betur, eða þá sem vilja upplifa ógleymanlega dagsferð á hálendinu. Gisting á eigin vegum.




