Ferð: Snjóhúsa- og sleðaferð 

Suðvesturland
Snjóhúsa- og sleðaferð 
Ferðafélag Barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Við leikum okkur í snjónum, byggjum snjóhús, rennum okkur á sleðum, prófum snjóflóðaýla og njótum þess að vera úti í vetrarveðri. Vonandi verður nóg af snjó til að byggja snjóhús, inngrafin eða grænlensk og svo verður hægt að borða nestið í snjóhúsinu ef vel tekst til. Mikilvægt er að mæta mjög vel klædd, með skóflur og ljós, sleða eða þoturassa að ógleymdu heitu kakói og góðu nesti. 2-3 klst.  

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför/Mæting
Kl. 12, þar sem snjó er að finna. Nánari staðsetning auglýst síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir